Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Varan er endurgreidd með millifærslu á bankareikning eða kreditkort viðskiptavinar. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Ef um gallamál er að ræða áskilur Rafdan sér að fá þriðja aðila til að meta meintan galla. Ef um galla er að ræða fær kaupandi nýja vöru eða endurgreiðslu að fullu. Ekki er tekin ábyrgð á vinnutapi eða verkstæðis kostnaði sem verður vegna vöru galla.

 

Afhending á vöru

Afhending miðast við útgáfudag reiknings. Allar pantanir eru afgreiddar í síðasta lagi næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið staðfest. Ef afhendingu vöru seinkar af völdum seljanda mun það verða tilkynnt kaupanda í tölvupósti eða með símtali ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar. Af öllum pöntunum dreift af þriðja aðila (Íslandspóstur, Flytjandi eða Landflutningar) gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þess aðila um afhendingu vörunnar.

Rafdan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Rafdan til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Greiðsluleiðir

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Verð og upplýsingar

Rafdan veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um bilanir, birtingar- og innsláttarvillur í texta. Rafdan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Sé verði breytt eftir að pöntun hefur farið fram gildir það verð er var í gildi þegar pöntun var gerð.

Öll verð í vefverslun eru með 24% VSK nema annað sé tekið fram.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Shopping Cart